Sigurður: Tvær spennandi viðureignir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 14:14 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/E. Stefán Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00. Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti