Sigurður: Tvær spennandi viðureignir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 14:14 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/E. Stefán Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00. Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira