Romero vann í New Orleans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 10:55 Andres Romero með sigurlaunin sín í gær. Nordic Photos / Getty Images Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Argentínski kylfingurinn Andres Romero vann um helgina sigur í Zurich Classic-mótinu í New Orleans en þetta var fyrsti sigurinn hans á PGA-mótaröðinni. Romero lék á 68 höggum í gær og lék samtals á þrettán höggum undir pari. Annar varð Peter Lonard frá Ástralíu á tólf höggum undir pari og Tim Wilkinson frá Nýja-Sjálandi varð þriðji á ellefu höggum undir pari. Þetta er í sjötta skiptið á síðustu sjö árum sem kylfingur vinnur sinn fyrsta PGA-sigur í New Orleans. Þetta er því frægur vettvangur fyrir kylfinga að brjótast fram á sjónarsviðið og sérstaklega fyrir þá sem ekki eru bandarískir. Frægasta dæmið um þetta er Vijay Singh sem vann sitt fyrsta mót í New Orleans árið 2004. Romero komst inn á Evrópumótaröðina í golfi með því að verða í fjórtánda sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2005. Árið 2006 komst hann á lista 100 bestu kylfinga heims en það ár varð hann í áttunda sæti á opna breska meistaramótinu. Ári síðar varð hann í þriðja sæti á sama móti og vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Í ár hefur hann verið að komast hægt og rólega á skrið. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í fyrstu þremur mótum tímabilsins á PGA-mótaröðinni en kláraði síðustu þrjú mót fyrir sigurinn í New Orleans.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira