Sverre Jakobsson, leikmaður Gummersbach, hefur komist að samkomulagi við HK um að leika með liðinu næsta vetur jafnframt því að hann verður aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta er samkvæmt heimildum handbolti.is.
Stjarnan og Fram voru einnig í viðræðum við Sverre en samningur þessa harða varnarmanns við Gummersbach er að renna út.