Svartsýni í Bandaríkjunum 25. mars 2008 16:08 Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira