Ástralinn Geoff Ogilvy vann CA-mótið í golfi sem er hluti af heimsmótaröðinni. Ogilvy endaði á 17 höggum undir pari og varð höggi á undan Retief Goosen, Vijay Singh og Jim Furyk.
Þar með batt Ogilvy enda á sigurgöngu Tiger Woods sem hafði unnið síðustu sjö mót. Hann varð hinsvegar að sætta sig við 5. sætið í dag en hann endaði á 15 höggum undir pari.
Ogilvy sagði eftir mótið að lykillinn að sigrinum hefði verið vippa á 13. holu sem hann setti í holuna.