Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl 21. mars 2008 05:27 Paul Pierce og félagar hafa verið í sérflokki í NBA í vetur NordcPhotos/GettyImages Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira