Brúin út í Viðey 17. mars 2008 14:37 Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun