Brúin út í Viðey 17. mars 2008 14:37 Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun