Áform um Virgin banka 15. mars 2008 17:20 Richard Branson við eina flugvéla Virgin flugfélagsins á Heathrow flugvelli. MYND/AFP Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Ríkisstjórn Bretlands hafnaði boði Virgin í Northern Rock í síðsta mánuði og tilkynnti áform um að ríkisvæða bankann sem hefur átt í miklum erfiðleikum. Þrátt fyrir það segir heimildarmaður blaðsins að Virgin muni opna banka innan árs. Virgin Money dótturfyrirtæki Virgin Group mun sjá um framkvæmdina. Fyrirtækið vonast til að verða að almennum banka, en hefur gefið í skyn að það gæti verið of metnaðarfullt markmið að ná á svo skömmum tíma. Einn heimildarmaður blaðsins sagði að það yrði auðveldara fyrir Virgin að stofna internetbanka frekar en almennan viðskiptabanka nema annað tækifæri í líkingu við Northern Rock reki á fjörur þess. Þó geti fyrirtækið ákveðið að láta til skarar skríða og komast á almennan markað. Áformin munu vera á algjöru frumstigi, en heimildarmenn Telegraph segja að almenningur myndi fagna Virgin á bankamarkaðnum. Ef bankinn verði að veruleika eigi nafnið Virgin Bank vel við.Talið er að fjármagn hafi þegar verið ráðstafað í verkefnið en Virgin neitar að tjá sig um málið. Jason Wyer-Smith talsmaður Virgin Money segir að það hafi verið ljóst að ef samningar tækjust ekki um Northern Rock myndi Virgin Money verða eflt. „Það þýðir vissulega að við munum leita leiða til að komast inn á bankamarkaðinn," sagði hann. Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Ríkisstjórn Bretlands hafnaði boði Virgin í Northern Rock í síðsta mánuði og tilkynnti áform um að ríkisvæða bankann sem hefur átt í miklum erfiðleikum. Þrátt fyrir það segir heimildarmaður blaðsins að Virgin muni opna banka innan árs. Virgin Money dótturfyrirtæki Virgin Group mun sjá um framkvæmdina. Fyrirtækið vonast til að verða að almennum banka, en hefur gefið í skyn að það gæti verið of metnaðarfullt markmið að ná á svo skömmum tíma. Einn heimildarmaður blaðsins sagði að það yrði auðveldara fyrir Virgin að stofna internetbanka frekar en almennan viðskiptabanka nema annað tækifæri í líkingu við Northern Rock reki á fjörur þess. Þó geti fyrirtækið ákveðið að láta til skarar skríða og komast á almennan markað. Áformin munu vera á algjöru frumstigi, en heimildarmenn Telegraph segja að almenningur myndi fagna Virgin á bankamarkaðnum. Ef bankinn verði að veruleika eigi nafnið Virgin Bank vel við.Talið er að fjármagn hafi þegar verið ráðstafað í verkefnið en Virgin neitar að tjá sig um málið. Jason Wyer-Smith talsmaður Virgin Money segir að það hafi verið ljóst að ef samningar tækjust ekki um Northern Rock myndi Virgin Money verða eflt. „Það þýðir vissulega að við munum leita leiða til að komast inn á bankamarkaðinn," sagði hann.
Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira