Bear Stearns berst við lausafjárvanda 14. mars 2008 14:36 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira