Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma 13. mars 2008 14:10 Tim Duncan og David Robinson NordcPhotos/GettyImages Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni. NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Það er San Antonio sem á tvo stærstu viðsnúninga sem lið hefur náð milli tímabila í sögu NBA deildarinnar og báru þau bæði upp á nýliðaár tveggja bestu leikmanna í sögu félagsins - David Robinson og Tim Duncan. Lottóvinningurinn Duncan Mesti viðsnúningur í sögu NBA deildarinnar er 36 sigrar hjá San Antonio yfir leiktíðarnar tvær árin 1996-98. Leiktíðina 1996-97 var aðalstjarna liðsins David Robinson mikið meiddur og hrundi leikur liðsins í fjarveru hans. Sumarið eftir datt liðið svo heldur betur í lukkupottinn þegar það fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu og tók þar Tim Duncan. Undir stjórn Duncan og Robinson hrökk San Antonio liðið heldur betur í gang og bætti sig um 36 sigurleiki. Liðið vann aðeins 20 af 82 leikjum sínum (24%) leiktíðina 1996-97 en ári síðar vann liðið 56 af 82 leikjum sínum (68%). Nýliðaár David Robinson Álíka viðsnúningur varð í sögu San Antonio leiktíðarnar 1988-90 þar sem liðið vann aðeins 21 leik árið 1989, en eftir að liðið tók David Robinson númer eitt í nýliðavalinu árið eftir vænkaðist hagur liðsins heldur betur og það vann 56 leiki og hefur verið í fremstu röð allar götur síðan ef undan er skilin leiktíðin 1996-97. Steve Nash kveikti í Phoenix Phoenix á þriðja besta viðsnúninginn í sögunni og hann hélst í hendur við komu Steve Nash til liðsins árið 2004. Leiktíðina 2003-04 vann Phoenix aðeins 29 leiki (35% vinningshlutfall) en árið eftir sprakk liðið út með Nash í fararbroddi og vann 62 leiki (75,6% vinningshlutfall) og fór alla leið í úrslit Vesturdeildar. Boston vantar níu sigra til að jafna metiðNordicPhotos/GettyImagesBoston er nú á góðri leið með að bæta metið yfir besta viðsnúning allra tíma í NBA - og haldi liðið áfram á svipuðum krafti og verið hefur í vetur, er ljóst að þar verður um talsverða bætingu að ræða.Boston vann aðeins 24 leiki alla leiktíðina í fyrra en það hefur heldur betur snúist við með tilkomu þeirra Kevin Garnett og Ray Allen síðasta sumar.Boston hefur unnið 51 leik það sem af er vetri og aðeins tapað 12. Þetta þýðir að haldi liðið sama dampi þann mánuð sem eftir er af deildarkeppninni mundi það vinna í kring um 66 leiki og það mundi þýða 42 leikja viðsnúning frá síðasta tímabili.Boston hefur þegar bætt sig um 27 leiki frá í fyrra og vantar því aðeins níu sigra í viðbót í síðustu 19 leikjunum til að jafna met San Antonio yfir stærsta viðsnúning allra tíma í deildinni.
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira