Nick Dougherty náði að halda jöfnu við heimamanninn Danny Chia eftir að keppni hófst aftur á öðrum keppnisdegi Malasíu meistaramótsins í golfi.
Chia náði að klára sínar átján holur áður en keppni var frestað vegna þrumuveðurs í morgun og var þá á tólf undir pari, rétt eins og Dougherty sem var þá búinn að klára tíu holur.
Eftir að keppni hófst á nýjan leik náði Dougherty að klára hringinn á sama skori en þurfti þó fugl á átjándu til þess.
Báðir eru á tólf undir pari en í þrijða sæti er Daninn Sören Kjeldsen á ellefu höggum undir pari.
Indverjinn Jyoti Randhawa er einnig á ellefu höggum undir pari en hann var einn 49 kylfinga sem náðu ekki að ljúka keppni áður en fór að dimma í Malasíu.
Norður-Írinn Darren Clarke náði hins vegar að klára en hann lék á 68 höggum í dag og er samtals á sjö höggum undir pari í 17.-28. sæti.
Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal þátttakenda en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi.