Enska liðið Everton og norska liðið Brann gætu átt yfir höfði sér refsingu frá knattspyrnusambandi Evrópu. Er það vegna framkomu áhorfenda í viðureign þessara liða í UEFA keppninni.
Liðin mættust í Bergen í febrúar en eftir leikinn fór stór hópur af stuðningsmönnum Everton inn á völlinn.
Stuðningsmenn Brann köstuðu ýmsum hlutum inn á völlinn meðan á leik stóð, þar á meðal var snóker-kúlu kastað í átt að markverðinum Tim Howard.
Everton komst áfram í keppninni með samtals 6-1 sigri og leikur gegn ítalska liðinu Fiorentina í sextán liða úrslitum.