Nýsjálendingurinn Mark Brown tryggði sér sigur á Johnnie Walker mótinu á Indlandi með glæsilegum endaspretti. Hann fékk fugl á þremur síðustu holunum á lokahringnum og lauk keppni á 18 höggum undir pari.
Brown var fjórum höggum á eftir Taichiro Kiyota þegar aðeins sjö holur voru eftir, en tryggði öruggan sigur með glæsilegum endaspretti. Kiyota, Scott Strange og Greg Chalmers deildu öðru sætinu á mótinu á 15 höggum undir pari.