Nýliðar vekja athygli 23. febrúar 2008 22:21 Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fjölmargir nýliðar eru í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og þeir hafa vakið athygli fyrir spretthörku á æfingum í Barcelona þessa vikuna. Lokaæfingar keppnisliða verða í Barcelona í næstu viku. Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher mætir á æfingar með Ferrari á mánudag og mun aðstoða við loka undirbúning Ferrari ásamt Kimi Raikkönen. En það eru nýliðarnir í Formúlu 1 sem hafa átt góða spretti. Japaninn Kazuki Nakajima á Williams Toyota var með besta tíma á fimmtudaginn, en hann ók í lokamótinu í fyrra og því óhætt að telja hann nýgræðing. Nakajima er sonur Saturo Nakajima sem var Formúlu 1 ökumaður á árum áður. Hann hefur notið stuðnings Toyota fra unga aldri, en Toyota sér Williams fyrir vélum. Frakkinn Sebastian Bourdais er að keppa í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann hefur orðið meistari í Champ Car mótaröðinni í Bandaríkjunum fjögur ár í röð. Frans Tozt, yfirmaður hjá Torro Rosso segir hann toppökumann sem eigi eftir að l´ta að sér kveðja eftir 5-6 mót. Þjóðverjinn Timo Glock er nýliði hjá Toyota, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Glock og Jarno Trulli hafa trú á því að Toyota geti blandað sér í baráttu um verðlaunasæti á ný, þó flestir telji að Ferrari og McLaren muni bera af. Þessir þrír ökumenn þykja líklegir til að rugla röð þeirra sem hafa verið að vekja hvað mesta athygli síðustu ár í Formúlu 1. Koma Michael Schumacher til Barcelona minnir á fyrri tíma, en minnir líka á þá staðreynd að kynslóðaskipti eru að verða í Formúlu 1. Bróðir Michaels, Ralf Schumacher er hættur og keppir í DTM mótaröðinni á þessu ári á vegum Mercedes Benz.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira