NBA í nótt: Shaq og Kidd töpuðu fyrsta leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 09:23 Shaq á fullri ferð í nótt. Nordic Photos / Getty Images Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira