Andri Berg ekki í bann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 16:20 Andri Berg Haraldsson í leik með Fram. Mynd/Arnþór Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks." Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15
Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19