NBA stjörnuleikurinn: Austrið lagði vestrið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2008 09:10 LeBron James og Carmelo Anthony eru hinir mestu mátar. Nordic Photos / Getty Images Þó svo að vesturhluti NBA-deildarinnar sé talinn mun sterkari en austrið sáu Ray Allen og LeBron James til þess að austrið hefndi ófaranna frá því í fyrra. Þá fóru Kobe Bryant og félagar á kostum er þeir skoruðu 153 stig gegn 132. Í ár var austrið hins vegar betra á öllum sviðum og unnu 134-128. LeBron James var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig auk þess sem hann var nálægt því að fá þrefalda tvennu. Hann gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. „Þeir fóru frekar illa með okkur í fyrra," sagði James. „Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig. Við vildum vinna," bætti hann við. Austrið skoraði sex fyrstu stigin í leiknum í gær og var með örugga forystu allt þar til í fjórða leikhluta en vestrið náði að jafna leikinn er sjö mínútur voru til leiksloka, 110-110. Leikurinn var í járnum allt þar til LeBron stal boltanum þegar um mínúta var til leiksloka og tróð honum í kjölfarið. Chris Paul fékk svo dæmda á sig sóknarvillu í næstu sókn og Dwyane Wade kom austrinu í fjögurra stiga forystu. Þar með var sigurinn svo gott sem tryggður. Ray Allen var stigahæstur stjarnanna úr austrinu en hann skoraði 28 stig. Troðslukóngurinn Dwight Howard skoraði sextán stig og þeir Wade og Chris Bosh skoruðu fjórtán hver. Carmelo Anthony, Brandon Roy og Amare Stoudemire skoruðu átján stig hver fyrir vestrið og Chris Paul var með sextán stig. Kobe Bryant kom við sögu í aðeins þrjár mínútur í leiknum og komst ekki á blað. Hann fór úr lið á fingri fyrr í mánuðinum og hafa læknar ráðlagt honum að fara í skurðaðgerð vegna þessa. Hann vill fresta því þar til tímabilinu er lokið. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Þó svo að vesturhluti NBA-deildarinnar sé talinn mun sterkari en austrið sáu Ray Allen og LeBron James til þess að austrið hefndi ófaranna frá því í fyrra. Þá fóru Kobe Bryant og félagar á kostum er þeir skoruðu 153 stig gegn 132. Í ár var austrið hins vegar betra á öllum sviðum og unnu 134-128. LeBron James var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig auk þess sem hann var nálægt því að fá þrefalda tvennu. Hann gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. „Þeir fóru frekar illa með okkur í fyrra," sagði James. „Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig. Við vildum vinna," bætti hann við. Austrið skoraði sex fyrstu stigin í leiknum í gær og var með örugga forystu allt þar til í fjórða leikhluta en vestrið náði að jafna leikinn er sjö mínútur voru til leiksloka, 110-110. Leikurinn var í járnum allt þar til LeBron stal boltanum þegar um mínúta var til leiksloka og tróð honum í kjölfarið. Chris Paul fékk svo dæmda á sig sóknarvillu í næstu sókn og Dwyane Wade kom austrinu í fjögurra stiga forystu. Þar með var sigurinn svo gott sem tryggður. Ray Allen var stigahæstur stjarnanna úr austrinu en hann skoraði 28 stig. Troðslukóngurinn Dwight Howard skoraði sextán stig og þeir Wade og Chris Bosh skoruðu fjórtán hver. Carmelo Anthony, Brandon Roy og Amare Stoudemire skoruðu átján stig hver fyrir vestrið og Chris Paul var með sextán stig. Kobe Bryant kom við sögu í aðeins þrjár mínútur í leiknum og komst ekki á blað. Hann fór úr lið á fingri fyrr í mánuðinum og hafa læknar ráðlagt honum að fara í skurðaðgerð vegna þessa. Hann vill fresta því þar til tímabilinu er lokið.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins