NBA stjörnuleikurinn: Austrið lagði vestrið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2008 09:10 LeBron James og Carmelo Anthony eru hinir mestu mátar. Nordic Photos / Getty Images Þó svo að vesturhluti NBA-deildarinnar sé talinn mun sterkari en austrið sáu Ray Allen og LeBron James til þess að austrið hefndi ófaranna frá því í fyrra. Þá fóru Kobe Bryant og félagar á kostum er þeir skoruðu 153 stig gegn 132. Í ár var austrið hins vegar betra á öllum sviðum og unnu 134-128. LeBron James var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig auk þess sem hann var nálægt því að fá þrefalda tvennu. Hann gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. „Þeir fóru frekar illa með okkur í fyrra," sagði James. „Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig. Við vildum vinna," bætti hann við. Austrið skoraði sex fyrstu stigin í leiknum í gær og var með örugga forystu allt þar til í fjórða leikhluta en vestrið náði að jafna leikinn er sjö mínútur voru til leiksloka, 110-110. Leikurinn var í járnum allt þar til LeBron stal boltanum þegar um mínúta var til leiksloka og tróð honum í kjölfarið. Chris Paul fékk svo dæmda á sig sóknarvillu í næstu sókn og Dwyane Wade kom austrinu í fjögurra stiga forystu. Þar með var sigurinn svo gott sem tryggður. Ray Allen var stigahæstur stjarnanna úr austrinu en hann skoraði 28 stig. Troðslukóngurinn Dwight Howard skoraði sextán stig og þeir Wade og Chris Bosh skoruðu fjórtán hver. Carmelo Anthony, Brandon Roy og Amare Stoudemire skoruðu átján stig hver fyrir vestrið og Chris Paul var með sextán stig. Kobe Bryant kom við sögu í aðeins þrjár mínútur í leiknum og komst ekki á blað. Hann fór úr lið á fingri fyrr í mánuðinum og hafa læknar ráðlagt honum að fara í skurðaðgerð vegna þessa. Hann vill fresta því þar til tímabilinu er lokið. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Þó svo að vesturhluti NBA-deildarinnar sé talinn mun sterkari en austrið sáu Ray Allen og LeBron James til þess að austrið hefndi ófaranna frá því í fyrra. Þá fóru Kobe Bryant og félagar á kostum er þeir skoruðu 153 stig gegn 132. Í ár var austrið hins vegar betra á öllum sviðum og unnu 134-128. LeBron James var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig auk þess sem hann var nálægt því að fá þrefalda tvennu. Hann gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. „Þeir fóru frekar illa með okkur í fyrra," sagði James. „Við vildum ekki að það myndi endurtaka sig. Við vildum vinna," bætti hann við. Austrið skoraði sex fyrstu stigin í leiknum í gær og var með örugga forystu allt þar til í fjórða leikhluta en vestrið náði að jafna leikinn er sjö mínútur voru til leiksloka, 110-110. Leikurinn var í járnum allt þar til LeBron stal boltanum þegar um mínúta var til leiksloka og tróð honum í kjölfarið. Chris Paul fékk svo dæmda á sig sóknarvillu í næstu sókn og Dwyane Wade kom austrinu í fjögurra stiga forystu. Þar með var sigurinn svo gott sem tryggður. Ray Allen var stigahæstur stjarnanna úr austrinu en hann skoraði 28 stig. Troðslukóngurinn Dwight Howard skoraði sextán stig og þeir Wade og Chris Bosh skoruðu fjórtán hver. Carmelo Anthony, Brandon Roy og Amare Stoudemire skoruðu átján stig hver fyrir vestrið og Chris Paul var með sextán stig. Kobe Bryant kom við sögu í aðeins þrjár mínútur í leiknum og komst ekki á blað. Hann fór úr lið á fingri fyrr í mánuðinum og hafa læknar ráðlagt honum að fara í skurðaðgerð vegna þessa. Hann vill fresta því þar til tímabilinu er lokið.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira