Ofbeldismenn fái harðari refsingu 15. febrúar 2008 11:12 Hatton vill leggja sitt af mörkum til að bregðast við auknu unglingaofbeldi í Manchester Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun. Box Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira
Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun.
Box Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira