Tveir eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdag á opna indónesíska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal þátttakenda en Ástralinn David Bransdon og Joost Luiten frá Hollandi eru efstir eftir fyrsta keppnisdaginn á sex höggum undir pari.
Tíu kylfingar léku á fimm undir pari en aðeins tveir þeirra eru meðal efstu hundrað á heimslistanum - Prayad Marksaeng frá Tælandi og Jeev Milkha Singh frá Indlandi.