Við núllið í Bandaríkjunum 12. febrúar 2008 21:04 Auðkýfingurinn Warren Buffett ásamt Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Buffett hefur boðist til að koma skuldatryggingafyrirtækjum í Bandaríkjunum til hjálpar. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin sem Buffett hefur boðist til að koma til hjálpar með þessum hætti eru Ambac Financial Group, MBIA og Financial Guaranty Insurance Co., sem öll hafa farið illa út úr undirmálslánakrísunni. Lánshæfiseinkunnir þeirra hafa verið lækkaðar sem gerir þeim erfitt um vik að sinna viðskiptum sínum og afla nýrra. Samkvæmt fréttum Associated Press-fréttastofunnar í dag hafi eitt fyrirtækjanna afþakkað boð hans og hafi hann enn ekki heyrt frá tveimur. Buffett neitað að greina frá því hvaða fyrirtæki hann vísaði til. Associated Press segir marga hafa reiknað með að Buffett myndi koma skuldatryggingafyrirtækjunum til hjálpar með einum eða öðrum hætti. Fréttin um aðstoð Buffetts hafði mikil áhrif á hlutabréfamarkaði bæði í Bandaríkjunum og Evrópu í dag, þar á meðal hér á landi en Úrvalsvísitalan hækkaði í enda dags um 3,24 prósent, sem jafnframt er fyrsta dagslokahækkun hennar í hálfan mánuð. Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði nokkuð vestra, líkt og hér á landi. Þá hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um rúm þrjú prósent. Sömu sögu er að segja um hlutabréfavísitölur í Frakklandi og Þýskalandi. Vísitölur í Bandaríkjunum ruku upp eins og fyrr sagði en leituðu niður á við eftir því sem á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði í dagslok vestra um 1,1 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem hafði lækkað á tímabili, jafnaði sig á endanum og stóð á núlli í enda viðskiptadagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira