Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock 7. febrúar 2008 11:50 Viðskiptavinir við útibú Northern Rock. Mynd/AFP Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. Thompson er kunnur í Bretlandi fyrir að hafa snúið við rekstri fjölmargra fjármála- og tryggingafélaga þar í landi, að því er fram kemur í vefútgáfu Times í dag. Hann reiknar með að á bilinu 10 til 15 prósentum starfsfólks verði sagt upp á ári næstu ár eigi að takast að laga rekstur Northern Rock eftir afleitt gengi. Branson og aðrir fjárfestar kynntu tilboð sitt fyrir bresku ríkisstjórninni í dag. Vefútgáfa breska blaðsins Times segir hins vegar að Branson hafi vísað því á bug að svo miklum fjölda verði sagt upp. 6.250 manns vinna hjá bankanum. Eins og fram hefur komið leggur ríkisstjórnin áherslu á að kaupendur Northern Rock greiði til baka eins fljótt og auðið er þau neyðarlán sem breski seðlabankinn hefur veitt bankanum. Þau hljóða upp á 25 til 30 milljarða punda, jafnvirði 3.200 til 3.900 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. Thompson er kunnur í Bretlandi fyrir að hafa snúið við rekstri fjölmargra fjármála- og tryggingafélaga þar í landi, að því er fram kemur í vefútgáfu Times í dag. Hann reiknar með að á bilinu 10 til 15 prósentum starfsfólks verði sagt upp á ári næstu ár eigi að takast að laga rekstur Northern Rock eftir afleitt gengi. Branson og aðrir fjárfestar kynntu tilboð sitt fyrir bresku ríkisstjórninni í dag. Vefútgáfa breska blaðsins Times segir hins vegar að Branson hafi vísað því á bug að svo miklum fjölda verði sagt upp. 6.250 manns vinna hjá bankanum. Eins og fram hefur komið leggur ríkisstjórnin áherslu á að kaupendur Northern Rock greiði til baka eins fljótt og auðið er þau neyðarlán sem breski seðlabankinn hefur veitt bankanum. Þau hljóða upp á 25 til 30 milljarða punda, jafnvirði 3.200 til 3.900 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira