BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto 6. febrúar 2008 09:37 Marius Kloppers, forstjóri BHP Billiton. Mynd/AFP Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur