Tiger Woods fékk fugl á síðustu holunni á öðrum hringnum á Dubai mótinu í golfi í dag og hefur því eins höggs forystu á næsta mann á mótinu. Woods er samtals á átta höggum undir pari.
Woods lék á 71 höggi í dag og byrjaði daginn á tveimur undir. Hann var þó nokkuð frá sínu besta í nokkuð köldu veðri og lélegum aðstæðum.
Írski kylfingurinn Damien McGrane lék á fjórum undir pari í dag og það nægði honum til að ná öðru sætinu á mótinu.
Efstu menn:
-8 T Woods (USA)
-7 D McGrane
-6 T Levet, H Stenson
-5 R Fisher, S Garcia, P Hedblom, S Hend, G McDowell, G Murphy, H Otto