Bandaríkin féllu 15. janúar 2008 21:26 Mynd/AP Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Rót óttans lá í miklu tapi bandaríska bankans Citigroup sem skilaði 9,83 milljarða dala, jafnvirði rúmra 631 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem að langmestu leyti er tilkomið vegna afskrifta á bandarískum undirmálslánum og skuldabréfavafningum þeim tengdum. Þá drógu fjárfestar sömuleiðis að sér hendur eftir að bandaríska viðskiptaráðuneytið birti upplýsingar þess efnis að einkaneysla muni að öllum líkindum dragast saman á árinu. Einkaneysla er tæplega sjötíu prósent af hagvaxtartölum í Bandaríkjunum og því líkur á að draga muni úr hagvexti þegar neytendur draga úr neyslu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,17 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,45 prósent. Til samanburðar féll FTSE-vísitalan í Bretlandi um rétt rúm þrjú prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsvert fall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar urðu mjög uggandi um að samdráttarskeið sé í þann mund að renna upp. Rót óttans lá í miklu tapi bandaríska bankans Citigroup sem skilaði 9,83 milljarða dala, jafnvirði rúmra 631 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, sem að langmestu leyti er tilkomið vegna afskrifta á bandarískum undirmálslánum og skuldabréfavafningum þeim tengdum. Þá drógu fjárfestar sömuleiðis að sér hendur eftir að bandaríska viðskiptaráðuneytið birti upplýsingar þess efnis að einkaneysla muni að öllum líkindum dragast saman á árinu. Einkaneysla er tæplega sjötíu prósent af hagvaxtartölum í Bandaríkjunum og því líkur á að draga muni úr hagvexti þegar neytendur draga úr neyslu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,17 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,45 prósent. Til samanburðar féll FTSE-vísitalan í Bretlandi um rétt rúm þrjú prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira