Seðlabankar grípa til aðgerða 11. janúar 2008 09:18 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira