McLaren stefnir á titilinn á nýjum bíl Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 7. janúar 2008 15:50 Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen bregða á leik í dag. Nordic Photos / Bongarts McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira