McLaren stefnir á titilinn á nýjum bíl Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 7. janúar 2008 15:50 Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen bregða á leik í dag. Nordic Photos / Bongarts McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira