McLaren stefnir á titilinn á nýjum bíl Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar 7. janúar 2008 15:50 Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen bregða á leik í dag. Nordic Photos / Bongarts McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren Mercedes Formúlu 1 liðið frumsýndi nýtt keppnistæki sitt í Stuttgart í dag að viðstöddu fjölmenni. Ökumenn liðsins verða Lewis Hamilton frá Bretlandi, sem sló í gegn í fyrra og Heikki Kovalainen frá Finnlandi. Hann ók með Renault í fyrra. Mikið fjaðrafok varð innan McLaren liðsins í fyrra vegna samkeppni milli Hamilton og Fernando Alonso. Alonso þoldi illa velgengni Hamiltons og ákvað að hætta hjá liðinu, eftir ýmsar uppákomur milli hans og stjórnenda liðsins. Kovalainen tók því við sæti Alonso, sem fór aftur til Renault. McLaren MP4-23 bíllinn sem var frumsýndur í bílasafni Mercedes í dag, er byggður eftir nýjum reglum sem verða í gildi í ár. Nýjungar eru m.a. gírkassi úr koltrefjum og mikið breytt yfirbygging. „Bíllinn er betri og ég er með nýjan liðsfélaga, Heikki Kovalainen. Ég hef þroskast sem ökumaður og persóna og verð því sterkari á svellinu en í fyrra. Með sömu ákefð og var til staðar í fyrra, þá munum við standa okkur í stykkinu," sagði Hamilton. Martin Whitmarsh, yfirmaður hjá McLaren sagði að mikil vinna hefði verið lögð í nýja bílinn. „Hann er fljótari en 2007-bíllinn og við hefjum æfingar í vikunni. Æfum þrjá daga á Jerez brautinni á Spáni. Bíllinn á eftir að breytast mikið á næstu vikum og þá sérstaklega hvað yfirbygginguna varðar." Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira