Kristinn dæmdi 1000. leikinn

Kristinn Óskarsson náði merkum áfanga í gærkvöld þegar hann dæmdi leik Vals og Reynis í 1. deild karla. Þetta var 1000. leikur Kristins á vegum KKÍ á ferlinum og var hann heiðraður sérstaklega á leik ÍR og Þórs í Seljaskóla í dag af þessu tilefni.