Baklöndin Þorsteinn Pálsson skrifar 20. ágúst 2008 08:00 Þrengingar í þjóðarbúskapnum valda ríkisstjórnum jafnan hagfræðilegum hausverk. Viðbrögð við honum eða skortur á þeim geta í framhaldinu haft í för með sér ýmiss konar pólitískar aukaverkanir. Þetta er gömul saga sem oft hefur endurtekið sig. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki með öllu farið varhluta af henni. Þegar horft er á pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eins og sakir standa getur engum dulist að óþol hefur komið fram í baklöndum beggja stjórnarflokkanna. Þau eru eðli máls samkvæmt ólíkrar gerðar. Að sama skapi birtist óþolið í mismunandi myndum. Atvinnulífið er áhrifaríkt bakland Sjálfstæðisflokksins. Þó að þær rætur séu sterkari í garði stjórnenda liggja þær einnig í garði launþegaforystunnar. Samfylkingin á rætur í launþegaforystunni en áhrifaríkasta bakland hennar er þó menningarforystan sem stundum er kennd við 101 Reykjavík. Hún hefur skoðanamótandi áhrif umfram aðra þjóðfélagshópa. Kjarninn í óþoli atvinnulífsins hefur lotið að peningastefnunni og framtíðarsýn í þeim efnum. Það hefur þannig snúist um málefni alfarið. Gagnrýni atvinnulífsins hefur beinst að ríkisstjórninni sem heild. Eigi að síður er hún hættulegri fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna fyrir þá sök hvaðan hún kemur. Ádeilunni í óþoli áhrifaríkasta baklands Samfylkingarinnar hefur á hinn bóginn verið miðað á samstarfsflokkinn og þó einkum persónu forsætisráðherrans. Þótt þessi gagnrýni beinist ekki að eigin forystu kemur að því að hún þarf annaðhvort að taka til varna fyrir ríkisstjórnina í heild eða taka undir með baklandi sínu. Ástæðan er sú að persónuleg gagnrýni á forsætisráðherrann á í reynd jafnt við báða stjórnarflokkana þegar hún er sett í málefnalegt samhengi. Eðlilegt er að sú spurning vakni hvort þetta óþol í baklandi stjórnarflokkanna muni hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Við svo búið eru engin merki þar um. Ekki verður annað greint af því sem fram kemur en að í samstarfi forystumanna stjórnarflokkanna sé allt með felldu. Hvorugur flokkurinn sýnist sitja á svikráðum við hinn. Trúnaðarbrestur gæti varla farið leynt. Engir ríkisstjórnarflokkar hafa nokkru sinni komist í gegnum efnahagsþrengingar án þess að óróleika hafi gætt í baklandi þeirra. Spurningin er alltaf hversu djúpt slíkur óróleiki ristir og hversu langvarandi hann er. Ef mál þróast til að mynda á þann veg að forysta Samfylkingarinnar telur sig knúna til að taka undir gagnrýnina úr baklandi sínu í 101 Reykjavík er samstarfið eðlilega búið. Á þessu stigi bendir ekkert til þess að forysta Samfylkingarinnar undirbúi að fylgja baklandi sínu eins og málflutningur þess er settur fram. Ef það er rétt mat má draga af því þá ályktun að þær pólitísku aukaverkanir sem fylgt hafa hagfræðilegum hausverk efnahagsþrenginganna séu ekki vísbending um að flæði undan stjórnarsamstarfinu. Engar þær breytingar hafa gerst á taflborði stjórnmálanna frá síðustu kosningum sem gera aðra stjórnarkosti málefnalega áleitna. Að vísu hefur Framsóknarflokkurinn opnað stöðu sína með nýjustu vendingum í borgarstjórn Reykjavíkur. Við svo búið verður þó ekki séð að þær hafi bein áhrif á vígstöðuna gagnvart landsstjórninni. Fremur má segja að þessar síðustu hræringar á þeim vettvangi gefi Framsóknarflokknum ný sóknarfæri í stjórnarandstöðu en þyngi heldur pund Sjálfstæðisflokksins á vegasalti stjórnarsamstarfsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Þrengingar í þjóðarbúskapnum valda ríkisstjórnum jafnan hagfræðilegum hausverk. Viðbrögð við honum eða skortur á þeim geta í framhaldinu haft í för með sér ýmiss konar pólitískar aukaverkanir. Þetta er gömul saga sem oft hefur endurtekið sig. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki með öllu farið varhluta af henni. Þegar horft er á pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eins og sakir standa getur engum dulist að óþol hefur komið fram í baklöndum beggja stjórnarflokkanna. Þau eru eðli máls samkvæmt ólíkrar gerðar. Að sama skapi birtist óþolið í mismunandi myndum. Atvinnulífið er áhrifaríkt bakland Sjálfstæðisflokksins. Þó að þær rætur séu sterkari í garði stjórnenda liggja þær einnig í garði launþegaforystunnar. Samfylkingin á rætur í launþegaforystunni en áhrifaríkasta bakland hennar er þó menningarforystan sem stundum er kennd við 101 Reykjavík. Hún hefur skoðanamótandi áhrif umfram aðra þjóðfélagshópa. Kjarninn í óþoli atvinnulífsins hefur lotið að peningastefnunni og framtíðarsýn í þeim efnum. Það hefur þannig snúist um málefni alfarið. Gagnrýni atvinnulífsins hefur beinst að ríkisstjórninni sem heild. Eigi að síður er hún hættulegri fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna fyrir þá sök hvaðan hún kemur. Ádeilunni í óþoli áhrifaríkasta baklands Samfylkingarinnar hefur á hinn bóginn verið miðað á samstarfsflokkinn og þó einkum persónu forsætisráðherrans. Þótt þessi gagnrýni beinist ekki að eigin forystu kemur að því að hún þarf annaðhvort að taka til varna fyrir ríkisstjórnina í heild eða taka undir með baklandi sínu. Ástæðan er sú að persónuleg gagnrýni á forsætisráðherrann á í reynd jafnt við báða stjórnarflokkana þegar hún er sett í málefnalegt samhengi. Eðlilegt er að sú spurning vakni hvort þetta óþol í baklandi stjórnarflokkanna muni hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Við svo búið eru engin merki þar um. Ekki verður annað greint af því sem fram kemur en að í samstarfi forystumanna stjórnarflokkanna sé allt með felldu. Hvorugur flokkurinn sýnist sitja á svikráðum við hinn. Trúnaðarbrestur gæti varla farið leynt. Engir ríkisstjórnarflokkar hafa nokkru sinni komist í gegnum efnahagsþrengingar án þess að óróleika hafi gætt í baklandi þeirra. Spurningin er alltaf hversu djúpt slíkur óróleiki ristir og hversu langvarandi hann er. Ef mál þróast til að mynda á þann veg að forysta Samfylkingarinnar telur sig knúna til að taka undir gagnrýnina úr baklandi sínu í 101 Reykjavík er samstarfið eðlilega búið. Á þessu stigi bendir ekkert til þess að forysta Samfylkingarinnar undirbúi að fylgja baklandi sínu eins og málflutningur þess er settur fram. Ef það er rétt mat má draga af því þá ályktun að þær pólitísku aukaverkanir sem fylgt hafa hagfræðilegum hausverk efnahagsþrenginganna séu ekki vísbending um að flæði undan stjórnarsamstarfinu. Engar þær breytingar hafa gerst á taflborði stjórnmálanna frá síðustu kosningum sem gera aðra stjórnarkosti málefnalega áleitna. Að vísu hefur Framsóknarflokkurinn opnað stöðu sína með nýjustu vendingum í borgarstjórn Reykjavíkur. Við svo búið verður þó ekki séð að þær hafi bein áhrif á vígstöðuna gagnvart landsstjórninni. Fremur má segja að þessar síðustu hræringar á þeim vettvangi gefi Framsóknarflokknum ný sóknarfæri í stjórnarandstöðu en þyngi heldur pund Sjálfstæðisflokksins á vegasalti stjórnarsamstarfsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun