Flókin mál og einföld Þráinn Bertelsson skrifar 8. september 2008 07:30 Þegar ég ligg ekki undir feldi kvalinn af áhyggjum af efnahagsmálum, menntamálum, stjórnmálum og framtíð þjóðarinnar er ég stundum að velta því fyrir mér af hverju eitthvað sé eins og það er. Dæmi: Af hverju eru svona margar og mismunandi mælieiningar í gangi? Tökum hraða sem dæmi. Hann er yfirleitt mældur í kílómetrum á klukkustund. En um leið maður er rétt byrjaður að skilja þetta þá byrja menn að tala um allt aðrar mælieiningar og vilja miða við hljóðhraða, MACH og ljóshraða (sem ég get aldrei munað hver er en veit þó að hlýtur að vera ólöglegur). Tökum stærð sem annað dæmi: Í Reykjavík er reiknað í fermetrum, en um leið og maður kemur út fyrir borgarmörkin er farið að tala um hektara eins og allir eigi að vita upp á hár hvað einn hektari er stór. En gott og vel, hektari og fermetri, tilheyra þó altént sama kerfi, en þegar kemur að pitsum, sjónvarpstækjum, timburbútum og hjólbörðum þá kveðja menn metra og sentimetra og fara að tala um tommur í staðinn. „Viltu níu tommu pitsu eða tólf tommu?" „Sjónvarpið mitt er fimmtíu og tveggja tommu; hvað er þitt?" „Fjallabíllinn minn er á þrjátíu og þriggja tommu dekkjum, þau eru dýrari en dekkin undir Yaris-inn þinn." „Mig vantar spýtu. Ég man ekki hvort hún á að vera ein sex eða tvær fjórar." Og til að auka enn á fjölbreytnina þá reyna menn að gera málið ennþá flóknara með því að kalla tommur þumlunga. Af hverju eru sjónvörp, pitsur, dekk og spýtur mæld í þumlungum en ekki sentimetrum? Við þessu hef ég aldrei fundið neitt svar svo að þarna gefst ég yfirleitt upp í hinum dýpri pælingum og sný mér að því að hugsa um hvenær við ætlum að taka upp hámarkslaun eins og lágmarkslaun svo að geðveikir græðgissjúklingar séu ekki að skammta sér tíföld eða hundraðföld mánaðarlaun bara af því að þeir geta það? Hvenær ætlum við að afnema hina gerspilltu verðtryggingu sem bankarnir græða á en fólkið tapar? Svarið við þessu hlýtur að vera: Um leið og venjulegar og ærlegar manneskjur veljast til að stjórna landinu. Það er ekki flóknara en það, svo að ég kasta af mér feldinum og fer fram og fæ mér kaffi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Þegar ég ligg ekki undir feldi kvalinn af áhyggjum af efnahagsmálum, menntamálum, stjórnmálum og framtíð þjóðarinnar er ég stundum að velta því fyrir mér af hverju eitthvað sé eins og það er. Dæmi: Af hverju eru svona margar og mismunandi mælieiningar í gangi? Tökum hraða sem dæmi. Hann er yfirleitt mældur í kílómetrum á klukkustund. En um leið maður er rétt byrjaður að skilja þetta þá byrja menn að tala um allt aðrar mælieiningar og vilja miða við hljóðhraða, MACH og ljóshraða (sem ég get aldrei munað hver er en veit þó að hlýtur að vera ólöglegur). Tökum stærð sem annað dæmi: Í Reykjavík er reiknað í fermetrum, en um leið og maður kemur út fyrir borgarmörkin er farið að tala um hektara eins og allir eigi að vita upp á hár hvað einn hektari er stór. En gott og vel, hektari og fermetri, tilheyra þó altént sama kerfi, en þegar kemur að pitsum, sjónvarpstækjum, timburbútum og hjólbörðum þá kveðja menn metra og sentimetra og fara að tala um tommur í staðinn. „Viltu níu tommu pitsu eða tólf tommu?" „Sjónvarpið mitt er fimmtíu og tveggja tommu; hvað er þitt?" „Fjallabíllinn minn er á þrjátíu og þriggja tommu dekkjum, þau eru dýrari en dekkin undir Yaris-inn þinn." „Mig vantar spýtu. Ég man ekki hvort hún á að vera ein sex eða tvær fjórar." Og til að auka enn á fjölbreytnina þá reyna menn að gera málið ennþá flóknara með því að kalla tommur þumlunga. Af hverju eru sjónvörp, pitsur, dekk og spýtur mæld í þumlungum en ekki sentimetrum? Við þessu hef ég aldrei fundið neitt svar svo að þarna gefst ég yfirleitt upp í hinum dýpri pælingum og sný mér að því að hugsa um hvenær við ætlum að taka upp hámarkslaun eins og lágmarkslaun svo að geðveikir græðgissjúklingar séu ekki að skammta sér tíföld eða hundraðföld mánaðarlaun bara af því að þeir geta það? Hvenær ætlum við að afnema hina gerspilltu verðtryggingu sem bankarnir græða á en fólkið tapar? Svarið við þessu hlýtur að vera: Um leið og venjulegar og ærlegar manneskjur veljast til að stjórna landinu. Það er ekki flóknara en það, svo að ég kasta af mér feldinum og fer fram og fæ mér kaffi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun