NBA: Ótrúlegur sigur Atlanta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2008 11:41 Leikmenn Boston fylgjast agndofa með leiknum. Nordic Photos / Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt. Atlanta vann Boston og jafnaði rimmunna í 3-3 en Utah og Cleveland komust áfram í aðra umferð. Utah vann samtals 4-2 sigur á Houston og Cleveland vann sömuleiðis 4-2 sigur á Washington. En stærsta og óvæntasta frétt úrslitakeppninnar er sú staðreynd að rimma Boston og Atlanta - liðin með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppninni - er komin í oddaleik.Atlanta vann Boston, 103-100, og jafnaði þar með rimmuna í 3-3. Sjöunda viðureignin, oddaleikurinn, fer fram á morgun í Boston klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Sem fyrr reyndist Joe Johnson lykilmaður í liði Atlanta en hann setti niður þrist þegar rúm mínúta var til leiksloka og Atlanta náði að halda út síðustu mínútuna og tryggja sér þriggja stiga sigur. Allir leikirnir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli og því verður að teljast líklegt að það muni ekki breytast á morgun. En þessi rimma hefur sýnt að það er á öllu von. Leikmenn Boston virtust hreinlega ekki trúa eigin augum. Paul Pierce fékk sína sjöttu villu og sat síðustu mínúturnar á bekknum með handklæði yfir hausnum. Atlanta skoraði fyrstu körfuna í leiknum en Boston leiddi allt fram í fjórða leikhluta. Forysta liðsins var tólf stig í öðrum leikhluta og níu í þeim þriðja en Atlanta neitaði hreinlega að gefast upp. Snemma í fjórða leikhluta náði Atlanta forystunni, 83-82, og liðin skiptust á að halda henni allt til loka. Marvin Williams var stigahæstur hjá Atlanta með átján stig þó svo að hann hafi misst af stærstum hluta fjórða leikhluta vegna hnémeiðsla. Hjá Boston var Kevin Garnett stigahæstur með 22 stig en Ray Allen var með 20 stig.Utah vann Houston, 113-91, og mætir LA Lakers í annarri umferð úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn í rimmunni verður á morgun í Los Angeles klukkan 19.30. Sigur Utah var einkar mikilvægur í því ljósi að hefði oddaleik þurft til hefði hann farið fram á heimavelli Houston. En sterk frammistaða í þriðja leikhluta varð til þess að Utah kláraði rimmuna á heimavelli. Deron Williams skoraði þrettán af sínum 25 stigum í leiknum þá en Utah vann leikhlutann með 27 stigum gegn ellefu. Tracy McGrady reyndi hvað hann gat en hann gat ekki klárað Utah-liðið einn síns liðs þó svo að hann skoraði 40 stig í leiknum. Þetta var sjöunda rimma hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og í öll sjö skiptin hefur liðið hans fallið úr leik. Luis Scola skoraði fimmtán stig fyrir Houston en aðrir voru undir tíu stigum. Rafer Alston hefur átt við meiðsli að stríða í vor en hann byrjaði leikinn. Hann meiddist þó í öðrum leikhluta og sóknarleikur Houston náði sér aldrei almennilega á strik eftir það. Mehmet Okur skoraði nítján stig fyrir Utah og tók þrettán fráköst þar að auki. Carlos Boozer var með fimmtán stig og tíu fráköst.Cleveland vann Washington, 105-88, og þar með rimmuna 4-2. LeBron James sýndi mátt sinn og megin í leiknum en hann var með þrefalda tvennu - skoraði 27 stig, tók þrettán fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var hörkurimma enda dæmdar í henni þrettán tæknivillur, einum leikmanni var vísað úr leik, einn dæmdur í bann og þannig mætti áfram telja. En á endanum var það LeBron sem gerði gæfumuninn. Cleveland mætir annað hvort Boston eða Atlanta í næstu umferð. Þetta er í þriðja árið í röð sem Cleveland vinnur Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í öll þessi skipti hefur Cleveland unnið fjórða leikinn sinn á heimavelli Washington. Wally Szczerbiak skoraði 26 stig í leiknum og Daniel Gibson 22. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 23 stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt. Atlanta vann Boston og jafnaði rimmunna í 3-3 en Utah og Cleveland komust áfram í aðra umferð. Utah vann samtals 4-2 sigur á Houston og Cleveland vann sömuleiðis 4-2 sigur á Washington. En stærsta og óvæntasta frétt úrslitakeppninnar er sú staðreynd að rimma Boston og Atlanta - liðin með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppninni - er komin í oddaleik.Atlanta vann Boston, 103-100, og jafnaði þar með rimmuna í 3-3. Sjöunda viðureignin, oddaleikurinn, fer fram á morgun í Boston klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Sem fyrr reyndist Joe Johnson lykilmaður í liði Atlanta en hann setti niður þrist þegar rúm mínúta var til leiksloka og Atlanta náði að halda út síðustu mínútuna og tryggja sér þriggja stiga sigur. Allir leikirnir í þessari rimmu hafa unnist á heimavelli og því verður að teljast líklegt að það muni ekki breytast á morgun. En þessi rimma hefur sýnt að það er á öllu von. Leikmenn Boston virtust hreinlega ekki trúa eigin augum. Paul Pierce fékk sína sjöttu villu og sat síðustu mínúturnar á bekknum með handklæði yfir hausnum. Atlanta skoraði fyrstu körfuna í leiknum en Boston leiddi allt fram í fjórða leikhluta. Forysta liðsins var tólf stig í öðrum leikhluta og níu í þeim þriðja en Atlanta neitaði hreinlega að gefast upp. Snemma í fjórða leikhluta náði Atlanta forystunni, 83-82, og liðin skiptust á að halda henni allt til loka. Marvin Williams var stigahæstur hjá Atlanta með átján stig þó svo að hann hafi misst af stærstum hluta fjórða leikhluta vegna hnémeiðsla. Hjá Boston var Kevin Garnett stigahæstur með 22 stig en Ray Allen var með 20 stig.Utah vann Houston, 113-91, og mætir LA Lakers í annarri umferð úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn í rimmunni verður á morgun í Los Angeles klukkan 19.30. Sigur Utah var einkar mikilvægur í því ljósi að hefði oddaleik þurft til hefði hann farið fram á heimavelli Houston. En sterk frammistaða í þriðja leikhluta varð til þess að Utah kláraði rimmuna á heimavelli. Deron Williams skoraði þrettán af sínum 25 stigum í leiknum þá en Utah vann leikhlutann með 27 stigum gegn ellefu. Tracy McGrady reyndi hvað hann gat en hann gat ekki klárað Utah-liðið einn síns liðs þó svo að hann skoraði 40 stig í leiknum. Þetta var sjöunda rimma hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og í öll sjö skiptin hefur liðið hans fallið úr leik. Luis Scola skoraði fimmtán stig fyrir Houston en aðrir voru undir tíu stigum. Rafer Alston hefur átt við meiðsli að stríða í vor en hann byrjaði leikinn. Hann meiddist þó í öðrum leikhluta og sóknarleikur Houston náði sér aldrei almennilega á strik eftir það. Mehmet Okur skoraði nítján stig fyrir Utah og tók þrettán fráköst þar að auki. Carlos Boozer var með fimmtán stig og tíu fráköst.Cleveland vann Washington, 105-88, og þar með rimmuna 4-2. LeBron James sýndi mátt sinn og megin í leiknum en hann var með þrefalda tvennu - skoraði 27 stig, tók þrettán fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var hörkurimma enda dæmdar í henni þrettán tæknivillur, einum leikmanni var vísað úr leik, einn dæmdur í bann og þannig mætti áfram telja. En á endanum var það LeBron sem gerði gæfumuninn. Cleveland mætir annað hvort Boston eða Atlanta í næstu umferð. Þetta er í þriðja árið í röð sem Cleveland vinnur Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Í öll þessi skipti hefur Cleveland unnið fjórða leikinn sinn á heimavelli Washington. Wally Szczerbiak skoraði 26 stig í leiknum og Daniel Gibson 22. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 23 stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira