Spánverjinn Sergio Garcia er kominn í annað sæti heimslistans í golfi. Garcia vann HSBC mótið í Shanghai í morgun þegar hann bar sigurorð af Englendingnum Oliver Wilsen í bráðabana.
Þetta var fyrsta mótið á nýju tímabili Evrópumótaraðarinnar. Garcia fer upp fyrir Phil Mickelson sem var í öðru sæti heimslistans. Mickelson hafnaði í 8. sæti á mótinu í Shanghai og er nú í þriðja sæti heimslistans.
Tiger Woods er að sjálfsögðu á toppi listans en Vijay Singh er í fjórða sætinu. Hægt er að skoða heimslistann í heild sinni með því að smella hér.