Við erum í úrslitakeppni og þar er spilað fast 13. apríl 2008 12:12 Jón Norðdal Hafsteinsson Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tækifæri, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórallinn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strákarnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snarvitlausir til leiks en það gerum við líka.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum