Þetta er undir okkur sjálfum komiið 11. apríl 2008 16:12 ÍR hefur verið á bullandi siglingu í úrslitakeppninni Mynd/Daniel Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Sveinbjörn var stigahæstur hjá ÍR í öðrum leiknum í Seljaskóla og skoraði 19 stig og misnotaði aðeins eitt skot. Hann var ekki eini ÍR-ingurinn sem spilaði vel það kvöldið, enda hefur spútnikliðið úr Breiðholti líklega komið öllum nema sjálfu sér á óvart í úrslitakeppninni. En hvernig tilhugsun skyldi það vera fyrir ÍR að þurfa að fara til Keflavíkur í kvöld með það fyrir augum að slá særða heimamenn úr leik 3-0? Vísir hafði samband við Sveinbjörn og spurði hann út í leik kvöldsins. "Það er búið að vera ofboðslega gaman af þessu og allir þekkja sitt hlutverk í ÍR liðinu. Það er allt að ganga upp hjá okkur núna og við erum að toppa á réttum tíma. Jón þjálfari hefur verið að predika yfir okkur að reyna fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og ég held að þar kannski megi finna muninn á liðunum í þessu einvígi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir Keflvíkinga, en við höfum allir ofboðslega gaman af þessu og við stefnum enn lengra, því annars væri maður ekki í þessu," sagði Sveinbjörn. Margir vilja meina að lið Keflavíkur hafi ekki verið að leika vel í einvíginu og að ÍR sé á sama tíma að spila yfir getu og koma á óvart. Sveinbjörn er ekki alveg sammála þessu. "Við erum kannski að koma öllum á óvart, en þetta kemur okkur í liðinu ekkert sérstaklega á óvart. Við byrjuðum tímabilið illa og vorum í basli með meiðsli og leikmenn og nú erum við bara að koma upp á réttum tíma. Við eigum meira inni og getum farið alla leið, en það er alveg undir okkur sjálfum komið. Ef við mætum til leiks í kvöld eins og við höfum gert, erum við í fínum málum." "Ég hef lesið um það á netinu og á spjallsíðum að það séu vandamál í liði Keflavíkur og að mórallinn sé ekki nógu góður hjá þeim, en við skulum ekki gleyma því að enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir. Það á það til að gleymast. Við höfum verið að spila fína vörn í báðum leikjunum og erum að halda aftur af þessu sterka sóknarliði, svo þetta er allt í okkar höndum," sagði Sveinbjörn. Þriðji leikur liðanna verður í Keflavík í kvöld og hefst klukkan 19:15. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira