Robert Murat sem grunaður var í tengslum við hvarfið á Madeleine McCann í Portúgal ætlar að kæra 11 leiðandi dagblöð í Bretlandi og eina sjónvarpsstöð fyrir meiðyrði.
Lögfræðiskrifstofa Simons Muirhead & Burton í London segist sjá um málið fyrir Murat á hendur Sky sjónvarpsstöðinni, the Sun og fleiri miðlum.
Murat er 34 ára gamall Breti sem býr skammt frá hótelinu í Praia da Luz þaðan sem Madeleine hvarf 3. maí síðastliðinn. Hann neitar því að tengjast hvarfi hennar.
Samkvæmt fréttum í Bretlandi gæti málsóknin orðið til þess að greiddar yrðu metskaðabætur vegna málsins, allt að tveimur milljónum punda. Í yfirlýsingu sögðu lögmennirnir sem eru sérfræðingar í málsókn gegn fjölmiðlum, að þeir höfuðu málið gegn Sky, Sun, Daily Express, Sunday Express Daily Star og Daily Mail. Þeir hafa einnig á lista dagblöðin Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World og the Scotsman.
Robert Murat kærir fjölmiðla
