Eitt prósent getur oft verið drjúgt 1. ágúst 2008 08:45 Eiríkur Önundarson. Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum. Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira