Úrslitakeppnin hefst á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 09:09 Tim Duncan reynir hér að stöðva Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins