Hamilton bíður niðurstöðu áfrýjunardómstóls FIA 22. september 2008 17:57 Lewis Hamilton vann í Belgíu, en sigurinn var dæmdur af honum eftir mótið. Bretinn Lewis Hamilton mætti í dag til viðræðna við áfrýjunardómstól FIA í París. Á fundinum var tekin fyrir áfrýjun McLaren vegna ákvörðun dómara á mótinu í Spa á dögunum. Dómarar mótsins dæmdu sigur af Hamilton eftir að þeir skoðuðu sjónvarpsmyndir af framúrakstri hans á Kimi Raikkönen. Þeir töldu Hamilton brotlegan og gáfu honum 25 sekúndna refsingu eftir mótið. Í staðinn fyrir sigur, þá hlaut hann bronsið og Felipe Massa hjá Ferrari vann mótið. McLaren menn voru ekki sáttir og áfrýjuðu ákvörðun dómaranna. Málið var tekið fyrir í dag. Lögmenn McLaren lögðu fram gögn og Hamilton vitnaði í málinu. McLaren-menn telja að brotið hafi verið freklega á Hamilton í málinu og leggja helst til grundvallar því sjónarmiði að keppnisstjóri mótsins hafi sagt Hamilton aka löglega. Áfrýjunardómstóll FIA kallaði til fjölda vitna í dag og úrskurðar í málinu á morgun. Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton mætti í dag til viðræðna við áfrýjunardómstól FIA í París. Á fundinum var tekin fyrir áfrýjun McLaren vegna ákvörðun dómara á mótinu í Spa á dögunum. Dómarar mótsins dæmdu sigur af Hamilton eftir að þeir skoðuðu sjónvarpsmyndir af framúrakstri hans á Kimi Raikkönen. Þeir töldu Hamilton brotlegan og gáfu honum 25 sekúndna refsingu eftir mótið. Í staðinn fyrir sigur, þá hlaut hann bronsið og Felipe Massa hjá Ferrari vann mótið. McLaren menn voru ekki sáttir og áfrýjuðu ákvörðun dómaranna. Málið var tekið fyrir í dag. Lögmenn McLaren lögðu fram gögn og Hamilton vitnaði í málinu. McLaren-menn telja að brotið hafi verið freklega á Hamilton í málinu og leggja helst til grundvallar því sjónarmiði að keppnisstjóri mótsins hafi sagt Hamilton aka löglega. Áfrýjunardómstóll FIA kallaði til fjölda vitna í dag og úrskurðar í málinu á morgun. Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira