Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar 16. október 2008 10:58 Svali er ekki einn um að spá KR-ingum góðu gengi í vetur Mynd/Daníel Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15 Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15
Dominos-deild karla Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum