Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar 16. október 2008 10:58 Svali er ekki einn um að spá KR-ingum góðu gengi í vetur Mynd/Daníel Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15 Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15
Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira