Kaupþingsbréf stökkva upp í erlendri hækkanahrinu 8. september 2008 09:14 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira