Haukar skutust í dag á toppinn í N1 deild karla með auðveldum 37-28 sigri á Akureyri á Ásvöllum, en á sama tíma gerðu Stjarnan og Valur 28-28 jafntefli í Garðabæ.
Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka í sigrinum á Val, en Árni Þór Sigtryggsson skoraði 10 mörk fyrir norðanmenn.
Ólafur Sigurjónsson skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna gegn Val og var markahæstur í liði heimamanna, en Baldvin Þorsteinsson skoraði sömuleiðis 8 mörk fyrir lið Vals.
Haukar og Fram eru efst og jöfn í deildinni með 4 stig úr fyrstu tveimur leikjum sínum en Valsmenn sitja í þriðja sætinu með 3 stig.