Ekki er búið að taka neina ákvörðun varðandi rannsókn á hvarfi hinnar bresku Madeileine McCann sagði fulltrúi Portúgals í dag. Komið hafði fram í portugölskum fjölmiðlum að rannsókninni væri lokið vegna skorts á sönnunargögnum.
Madeleine hvarf í Praia da Luz 3 maí 2007, þegar hún var í orlofi með foreldrum sínum þá þriggja ára að aldri. Þrír eru opinberlega grunaðir í málinu samkvæmt fréttavef BBC, foreldrar hennar Kate og Gerry McCann sem og maður að nafni Robert Murat sem býr í nágrenni íbúðarinnar þar sem síðast sást til Madeleine.
