Mikil vinna framundan 1. október 2008 14:05 Jón Arnar er bjartsýnn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni Mynd/Arnþór Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. ÍR kom skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor þar sem það sló þáverandi meistara KR úr keppni í fyrstu umferð og stóð svo verulega uppi í hárinu á verðandi meisturum Keflavíkur. Nokkrar breytingar urðu á hóp ÍR fyrir þessa leiktíð þar sem mestu munaði um að liðið missti leikstjórnandann Nate Brown í raðir Snæfells. ÍR tapaði stórt fyrir KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á dögunum og mátti þola annan skell fyrir vesturbæingum á heimavelli sínum í Powerade-bikarnum í gær. "Við vorum auðvitað án okkar stigahæsta manns (Hreggviðs Magnússonar) í þessum leikjum gegn KR og erum með heldur slakari hóp en við höfðum í fyrra og það gerir þetta ekki auðveldara," sagði Jón í samtali við Vísi. Hreggviður fór í speglun vegna hnémeiðsla á dögunum og vonast Jón til að hann verði orðinn heill þegar Iceland Express deildin fer af stað um miðjan mánuð. Hann mun að sögn Jóns koma hægt og rólega inn í leik liðsins eftir því sem heilsan leyfir. Jón Arnar segist ekki örvænta þrátt fyrir töpin tvö, en telur víst að ÍR verði að hafa heppnina með sér ef vel á að ganga í vetur. "Maður er aldrei sáttur að tapa leikjum en við förum ekkert að örvænta. Við spiluðum leiki við Val og Fjölni á undan og þar var ég þokkalega sáttur við margt hjá okkur. Markmiðið er auðvitað að vera samkeppnishæfur í þessu strax frá byrjun og ná liðinu fyrr í gang en í fyrra, en til að svo megi verða verðum við að hafa alla okkar menn klára. Það er mikil vinna framundan og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að við verðum samkeppnishæfir," sagði þjálfarinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira