Ætli ég fái ekki kauphækkun 4. júní 2008 17:42 Magnús Gunnarsson hefur lyft sínum síðasta bikar með Keflavík - í bili Mynd/Heiða Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Magnús sagði í samtali við Vísi fyrir nokkru að 80% líkur væru á því að hann myndi framlengja við Keflavík, en bætti þó við að það hefði lengi freistað hans að breyta til. Þessar vangaveltur hans eru nú orðnar að veruleika, en hvernig datt Magnúsi í hug að ganga í raðir Njarðvíkinga? "Þeir eru nú ófáir búnir að spyrja mig að þessu í dag," sagði Magnús léttur í bragði þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Mig langaði rosalega að fara frá Keflavík í fyrra og þá bara til að prófa eitthvað nýtt, en þá ákvað ég að vera áfram af því ég var svo ósáttur við hvað við vorum lélegir árið á undan. Mig langaði frekar að taka eitt ár enn þar sem við værum góðir og næðum titlinum aftur og það tókst. Svo kom þetta tilboð frá Njarðvík og ég bara ákvað að stökkva á það," sagði Magnús. "Mig langaði bara að breyta til og það er þægilegt fyrir mig að þurfa ekki að flytja eða neitt þannig. Þetta er áskorun fyrir mig og ég held að við eigum að geta verið með mjög gott lið í Njarðvík. Ef þetta gengur ekki upp, þá bara kem ég í Keflavík aftur á næsta ári ef ég verð velkominn aftur," sagði Magnús. Honum líst vel á að spila fyrir Val Ingimundarson, sem eins og flestir vita er bróðir Sigurðar Ingimundarsonar hjá Keflavík. "Mér líst mjög vel á að spila fyrir Val. Það hefur verið frábært að spila fyrir Sigga og ef Valur kemst eitthvað nálægt því að vera eins góður þjálfari og bróðir hans, erum við í góðum málum," sagði Magnús. En hvernig tók Sigurður þjálfari Keflavíkur í þessi tíðindi? "Ég hringdi auðvitað fyrst í hann og hann var frekar fúll með þetta, en eins og hann sagði sjálfur, þá erum við báðir fagmenn og reynum bara að gera það sem við höldum að sé best að gera fyrir okkur sjálfa." Við spurðum Magnús hvort peningar hefðu spilað eitthvað inn í ákvörðun hans um að fara til Njarðvíkur. "Peningar hafa auðvitað alltaf eitthvað með þetta að gera, en svo var í rauninni ekki hjá mér. Það sem mestu skiptir hjá mér í þessu sambandi var að ég þurfti ekki að flytja neitt og gat verið í sömu vinnu. Það er nú líka einu sinni þannig að fyrirtækið sem ég vinn hjá er í eigu Njarðvíkinga, svo þeir eru hæst ánægðir. Ætli ég fái ekki launahækkun frá þeim frekar en frá Njarðvík. Nú segja þeir bara já já og amen ef maður þarf að hætta snemma," sagði Magnús hlæjandi. En verður ekki skrítið að klæðast græna búningnum og spila sem gestur í Sláturhúsinu? "Ætli fólk þurfi ekki bara að venjast því að sjá mig í grænu. Það verður rosalegt að koma og spila í Keflavík og ég get eiginlega ekki beðið eftir fyrsta leiknum í Sláturhúsinu. Ég hugsa að stuðningsmenn Keflavíkur láti vel í sér heyra og ef kyndingarnar verða innan skynsamlegra marka hjá þeim - mun ég bara eflast við mótlætið," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira