Tapar Lakers fyrsta leiknum í nótt? 9. maí 2008 18:42 Kobe Bryant er í fantaformi í úrslitakeppninni NordcPhotos/GettyImages Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt. Lakers sópaði Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni og vann nokkuð sannfærandi sigra á liði Utah í heimaleikjunum sínum tveimur. Varnarleikur Lakers-manna var mjög góður og upp úr því fékk liðið mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Flestir af lykilmönnum Lakers hafa verið að spila vel í einvíginu, ekki síst hinn ótrúlegi Kobe Bryant sem skorar yfir 34 stig að meðaltali í leik. Utah var erfiðasta liðið heim að sækja í deildarkeppninni í vetur og huggar sig eflaust við að vera komið á heimavöllinn á ný í þessu einvígi. Liðið tapaði aðeins fjórum heimaleikjum í allan vetur, en einn þessara tapleikja var reyndar gegn Lakers í mars. Þar stöðvaði Lakers-liðið nítján leikja sigurgöngu Jazz á heimavelli og varnaði Utah-mönnum frá því að setja félagsmet. Lið sem komast í stöðuna 2-0 í seríum í úrslitakeppni NBA fara með sigur af hólmi í um 93% tilvika og því er sagan sannarlega á bandi Lakers í þessu einvígi. Tapi Utah á heimavelli sínum í kvöld, er liðið augljóslega komið í vond mál, því engu liði í sögu deildarinnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Þriðji leikur liðanna hefst sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Áhugasamir geta tekið þátt í umræðum meðan á leik stendur á NBA Blogginu hér á Vísi. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt. Lakers sópaði Denver út 4-0 í fyrstu umferðinni og vann nokkuð sannfærandi sigra á liði Utah í heimaleikjunum sínum tveimur. Varnarleikur Lakers-manna var mjög góður og upp úr því fékk liðið mikið af hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Flestir af lykilmönnum Lakers hafa verið að spila vel í einvíginu, ekki síst hinn ótrúlegi Kobe Bryant sem skorar yfir 34 stig að meðaltali í leik. Utah var erfiðasta liðið heim að sækja í deildarkeppninni í vetur og huggar sig eflaust við að vera komið á heimavöllinn á ný í þessu einvígi. Liðið tapaði aðeins fjórum heimaleikjum í allan vetur, en einn þessara tapleikja var reyndar gegn Lakers í mars. Þar stöðvaði Lakers-liðið nítján leikja sigurgöngu Jazz á heimavelli og varnaði Utah-mönnum frá því að setja félagsmet. Lið sem komast í stöðuna 2-0 í seríum í úrslitakeppni NBA fara með sigur af hólmi í um 93% tilvika og því er sagan sannarlega á bandi Lakers í þessu einvígi. Tapi Utah á heimavelli sínum í kvöld, er liðið augljóslega komið í vond mál, því engu liði í sögu deildarinnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Þriðji leikur liðanna hefst sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Áhugasamir geta tekið þátt í umræðum meðan á leik stendur á NBA Blogginu hér á Vísi.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira