Körfubolti

Kaman spilar fyrir þýska landsliðið

NordcPhotos/GettyImages

Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði.

Afi og amma Kaman eru Þjóðverjar og því var hann auðveldlega gjaldgengur með Dirk Nowitzki og félögum í þýska landsliðinu.

Kaman skoraði 15,7 stig og hirti 12,7 fráköst með Clippers á síðustu leiktíð og ljóst er að hann verður þýska liðinu mikill hvalreki.

Þýska liðið er í gríðarlega erfiðum riðli fyrir Ólympíuleikana og veitir því ekki af því að bæta við sig mannskap. Þjóðverjar hafa ekki komist á Ól síðan í Barcelona árið 1992.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×