Kína Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. ágúst 2008 08:04 Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. ÉG horfði og ég hugsaði: Þarna ganga íþróttamennirnir inn á leikvanginn brosandi og dansandi. Fulltrúar alls kyns ríkja með alls kyns stjórnarfar ganga inn á völlinn. Fulltrúar forhertra einræðisríkja með blóði drifna samtímasögu jafnt sem skælbrosandi íþróttamenn evrópskra lýðræðisríkja (með blóði drifna fortíð) ganga inn á völlinn. Semsagt: Það skiptir engu máli hvaða pólitíska bakgrunn þjóðirnar eiga sér. Þetta eru ekki pólitískir leikar. Þetta eru íþróttaleikar. EN nú kann þetta að vera nokkur einföldun. Hér á landi hafa þær raddir verið nokkuð háværar að íslenskir ráðamenn hefðu átt að sniðganga setningu leikanna til þess að mótmæla yfirgengilegum mannréttindabrotum Kínverja. Kannski gildir annað um gestgjafann en þátttökuþjóðirnar. Kannski hefði átt að nota tækifærið og mótmæla gestgjafanum sérstaklega með því að mæta ekki í heimsókn til hans af þessu tilefni. ÉG held samt ekki. Lítum á: Þjóðir heimsins greiddu um það atkvæði hvar ætti að halda leikanna. Peking varð fyrir valinu. Íþróttamennirnir hafa keppt að því marki um árabil að komast á leikana. Þeir eru mættir. Hvers vegna skyldu ráðamenn Íslands allt í einu núna stökkva upp á nef sér, að gefinni þessari forsögu, og neita að mæta? að það séu stunduð mannréttindabrot í Kína eru ekki ný tíðindi. Ég er ánægður með forseta Íslands. Hann færði ráðamönnum í Kína við hárrétt tækifæri Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á kínversku og sagði þeim að lesa. Svona á að gera þetta. Sumir íslenskir ráðamenn hafa hins vegar gerst sekir um slepjuhátt og tekið á móti kínverskum ráðamönnum hér með því að stunda þeirra umdeildu aðferðir sjálfir og þagga niður í friðsælum mótmælendum með lögregluvaldi. ANNAÐ gerir mótmæli gegn Kína á Ólympíuleikum að dálítilli hræsni. Ekki er til sá kaupahéðinn vestrænn sem nýtir sér ekki ódýra framleiðslu Kínverja á öllum mögulegum vörum. Við erum gegnsósa af Kína í öllu okkar daglega lífi. Hver vill mótmæla með því að fórna því öllu saman? AÐ ætla sér að mótmæla mannréttindabrotum í Kína með því að fara ekki á Ólympíuleikana er þess vegna dálítið eins og að ætla sér að mótmæla áfengisveitingum í partíi með því að mæta ekki, en enda svo blindfullur heima hjá sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikanna í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. ÉG horfði og ég hugsaði: Þarna ganga íþróttamennirnir inn á leikvanginn brosandi og dansandi. Fulltrúar alls kyns ríkja með alls kyns stjórnarfar ganga inn á völlinn. Fulltrúar forhertra einræðisríkja með blóði drifna samtímasögu jafnt sem skælbrosandi íþróttamenn evrópskra lýðræðisríkja (með blóði drifna fortíð) ganga inn á völlinn. Semsagt: Það skiptir engu máli hvaða pólitíska bakgrunn þjóðirnar eiga sér. Þetta eru ekki pólitískir leikar. Þetta eru íþróttaleikar. EN nú kann þetta að vera nokkur einföldun. Hér á landi hafa þær raddir verið nokkuð háværar að íslenskir ráðamenn hefðu átt að sniðganga setningu leikanna til þess að mótmæla yfirgengilegum mannréttindabrotum Kínverja. Kannski gildir annað um gestgjafann en þátttökuþjóðirnar. Kannski hefði átt að nota tækifærið og mótmæla gestgjafanum sérstaklega með því að mæta ekki í heimsókn til hans af þessu tilefni. ÉG held samt ekki. Lítum á: Þjóðir heimsins greiddu um það atkvæði hvar ætti að halda leikanna. Peking varð fyrir valinu. Íþróttamennirnir hafa keppt að því marki um árabil að komast á leikana. Þeir eru mættir. Hvers vegna skyldu ráðamenn Íslands allt í einu núna stökkva upp á nef sér, að gefinni þessari forsögu, og neita að mæta? að það séu stunduð mannréttindabrot í Kína eru ekki ný tíðindi. Ég er ánægður með forseta Íslands. Hann færði ráðamönnum í Kína við hárrétt tækifæri Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna á kínversku og sagði þeim að lesa. Svona á að gera þetta. Sumir íslenskir ráðamenn hafa hins vegar gerst sekir um slepjuhátt og tekið á móti kínverskum ráðamönnum hér með því að stunda þeirra umdeildu aðferðir sjálfir og þagga niður í friðsælum mótmælendum með lögregluvaldi. ANNAÐ gerir mótmæli gegn Kína á Ólympíuleikum að dálítilli hræsni. Ekki er til sá kaupahéðinn vestrænn sem nýtir sér ekki ódýra framleiðslu Kínverja á öllum mögulegum vörum. Við erum gegnsósa af Kína í öllu okkar daglega lífi. Hver vill mótmæla með því að fórna því öllu saman? AÐ ætla sér að mótmæla mannréttindabrotum í Kína með því að fara ekki á Ólympíuleikana er þess vegna dálítið eins og að ætla sér að mótmæla áfengisveitingum í partíi með því að mæta ekki, en enda svo blindfullur heima hjá sér.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun