Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 15:14 Eiríkur í leik með ÍR gegn KR fyrr á tímabilinu. Mynd/Arnþór Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir." Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir."
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira