Spánverjinn Seve Ballesteros er á ágætum batavegi eftir að hafa gengist undir þriðju aðgerðina á skömmum tíma á föstudag.
Ballesteros fór síðast í aðgerð þar sem fjarlægt var meira af heilaæxlinu sem fannst í höfði hans.
Talsmaður sjúkrahússins í Madrid segir aðgerðina hafa heppnast vel og að Ballesteros sýni ágæt batamerki.